This div will be replaced

Hvít sósa

1 lt Mjólk
60gr Smjör
60gr Hveiti

Smjör brætt í potti og hveiti bætt við látið malla í ca 1 mín.
Mjólk bætt út í. Þeytt stöðugt og látið krauma í 10 mín.
Þú bætir bara við mjólk ef að þu vilt hafa hann þynnri.

1. Uppstufur

sykur
salt og hvítur pipar

Byrjaðu á að setja 1 matskeið af sykri út í  uppstúfin ásamt því að salta og pipra smá.
Bættu við þar til að þér finnst hann nógu sætur og nógu kryddaður

2. Plokkfiskur

Ýsa eða þorskur
laukur
karöflur
salt og hvítur pipar

Fiskur og kartöflur er helmingur á móti sósu sumir vilja meira aðrir minna. Þannig að ef að þú ert bara með 250gr af fisk og kartöflum þá gerir þú bara ¼ af hvítusósu uppskriftini.
Magn af lauk á að vera eftir smekk
Kryddað til með salt og pipar

3. Fiskibollur í bleikri

Tómatsósa
Kartöflur
Salt og pipar

Hér gilda sömu reglur og með plokkarann fer eftir magni af fisk sem að þú ert að nota .

4. Pastasósa            

Beikon eða annað álegg ég nota oft salami
Pasta skiptir ekki máli hvernig soðið eins og stendur á pakkanum
Grænmeti það grænmeti sem að þér þykir best.
Hvítlaukur eins mikið og þér finnst góður byrjaðu á því að setja 1 lauf það er alltaf hægt að bæta við
Kraft byrjaðu á að setja ¼ tening
Salt og pipar